Kristniboðssamkoma með Andrew Hart um fjölmiðlatrúboð í Pakistan 25. febrúar kl. 16

Andrew Hart stofnandi og framkvæmdastjóri Pak7 fjölmiðlakristniboðsins verður aðalgestur kristniboðsviku í Reykjavík. Áður en vikan hefst mun hann koma norður á Akureyri og taka þátt í samveru í húsi KFUM og K í Sunnuhlíð 12, laugardaginn 25. febrúar kl. 16. Inngangur að suðanverðu á 2. hæð.
Þar mun hann segja frá starfi Pak7, hafa hugleiðingu og svara spurningum.
Pak7 var stofnað fyrir um fimm árum þegar Guð kallaði Andrew, sem þá starfaði hjá Sat7 fjölmiðlakristniboðinu, til að fara af stað með sambærilegt starf í Pakistan. Einungis 2% Pakistana eru kristnir og mikil eymd, fátækt og erfiðleikar í landinu. Kristniboðssambandið hefur tekið þátt í að styðja starfið frá stofnun þess og hefur verið stórkostlegt að fylgjast með hvernig Guð vinnur sitt verk og margir ungir Pakistanar hafa eignast trú á Jesú Krist.
Samkoman er á vegum Kristniboðsfélags Akureyrar. Eftir samkomuna verður boðið upp á kaffiveitingar og umræður, Tekin verða samskot.
Allir hjartanlega velkomnir.
