Kristniboðsdagurinn 13. nóv. 2022

Á kristniboðsdaginn á Akureyri sunnudaginn 13. nóv. 2022 mun Beyene Gailassie kom til Akureyrar á vegum SÍK. Hann verður við guðsþjónustu í Glerárkirkju kl. 11 og á kristniboðssamkomu kl. 16 í safnaðarheimili Glerárkirkju.
Hann er fæddur og alinn upp í Konsó þar sem íslenskir kristniboðar komu upp kristniboðsstöð og störfuðu í áratugi. Hann mun segja frá starfinu þar og vera með hugvekju. Hann lærði bifvélavirkjun í iðnskóla kirkjunnar í Arba Minch. Þau hjónin fluttu hingað til lands um aldamótin og hann starfaði lengi á bifreiðaverkstæðum en sneri sér síðan að ökukennslu fyrir fáeinum árum.
Þeir séra Guðmundur Guðmundsson munu kynna starf kristniboðsins við guðsþjónustuna og á samkomunni mun Beyene segja frá starfinu í Konsó og vera með hugvekju. Guðmundur mun einnig lesa úr bréfum frá Ólafi Ólafssyni kristniboða í Kína úr fórum Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri sem Ingileif Jóhannesdóttir afhenti honum fyrir mörgum árum.
Eftir fundinn í Sunnuhlíð verður boðið upp á kaffiveitingar og haldinn aðalfundur Kristniboðsfélags Akureyrar.
Tekið verður á móti samskotum til kristniboðsins á samkomunni.
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Kristniboðsfélags Akureyrar

Beyene með Margréti Hróbjartsdóttur krstniboða

Við sömu samkomu

Beyene á samkomu