Kristniboðssamkoma í Sunnuhlíð sunnudaginn 27. mars kl. 14

Kristniboðssamkomu verður í Sunnuhlíð, félagsheimili KFUM og KFUK, sunnudaginn 27. mars kl. 14.

Helgar Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði og kennari, og dætur hennar koma í heimsókn. Helga Vilborg flytur glóðvolgar fréttir af kristniboðsakrinum úti og hér heima og Margrét Helga Kristjánsdóttir hefur hugleiðingu. Aldrei að vita nema þær mæðgur muni einnig bresta í söng 🙂

Boðið verður upp á síðdegiskaffi. Tekin verða samskot til kristniboðsins.

F. h. Stjórnar Kristniboðsfélags Akureyrar

Myndir frá starfinu í Eþíópíu