María Guðrúnar Ágústsdóttir, formaður samkirkjunefndar á Íslandi kynnir bænavikun 2022

Dagana 18.-25. janúar 2022, fer fram alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar. Forstöðumenn, prestar og leikmenn flytja hugleiðingu og bæn hvern þessara daga, sem hægt er að hlusta og horfa á á Youtube rásinni Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga og facebook/bænavika 15.-25. janúar. Ný bæn verður flutt á rásinni hvern dag í þessari viku. Verið með og takið þátt. Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar hefur verið haldin hérlendis síðan 1980. Það er Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi sem hefur umsjón með þessu starfi. Ár hvert sendir nefnd á vegum Heimsráðs kirkna (WCC) og Páfaráðsins fyrir einingu kristninnar út efni sem kirkjur og kristileg samtök víða í heiminum hafa undirbúið. Hér kynnir dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir, bænavikuna sem er framundan, en hún er formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi.