Fjölskyldustund frá Akureyrarkirkju 16. janúar í streymi

Fjölskyldustund verður streymt frá Akureyrarkirkju sunnudaginn 16.janúar.
Hægt verður að horfa á stundina á facebooksíðunni: Viðburðir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Stundin hefst klukkan 11:00 og er um 30 mínútna löng.
Söngur, biblíusaga og brúðuleikrit verða á dagskránni.
Umsjón hafa: sr. Stefanía Steinsdóttir, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti, Sonja Kro æskulýðsfulltrúi og Hólmfríður Hermannsdóttir gítarleikari.
(Smellið á mynd til að fylgjast með)
