Aðventustund frá Grenjaðarstaðarkirkju á netinu

Vegna samkomutakmarkana hafa margar aðventustundir fallið niður. Föstudaginn 10. desember var hinsvegar tekin upp svolítil aðventustund á Grenjaðarstað sem birtist nú hér á vefnum og á Facebook síðu Grenjaðarstaðar prestakalls og fleiri síðum. Hugvekju flutti Kristinn Ingi Pétursson, kirkjukórinn söng nokkur lög undir stjórn Szebik Attila, um einsöng sá Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir. Njóti vel!