Útvarpsguðsþjónusta frá Grundarkirkju 21. nóv. kl. 11

Næstkomandi sunnudag 21. nóvember verður útvarpað guðsþjónustu frá Grundarkirkju kl. 11. Það kemur sér vel þar sem víða hafa verið felldar niður guðsþjónustur vegna samkomutakmarakanna og sóttvarna að hægt sé að njóta guðsþjónustu frá heimabyggð í útvarpinu. Vonandi geta flestir nýtt sér það sem ella hefðu mætt til kirkju og ef til vill náð eyrum annarra. Njótið vel.

Það er séra Jóhanna Gísladóttir sem prédikar og Þorvaldur Örn Davíðsson organisti stjórnar Kirkjukór Laugalandsprestakalls. Hér fyrir neðan er slóð á RUV.IS og kynning af dagskrásíðu útvarpsins. Guðsþjónustan er aðgengileg eftir útsendingu. Hún var tekin upp 2. okt. sl.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/?fbclid=IwAR0Gl7WgpPKoCSF-7J6CztmdPWjD0133qNdt17Q4Z9ZUF01xIKgc08PXEH4

Séra Jóhanna Gísladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjóri: Þorvaldur Örn Davíðsson. Kór Laugalandsprestakalls syngur. Auður Thorberg les ritningalestur. Fyrir predikun: Forspil: Récit de Chromhorne úr Messe Pour les Paroisses eftir Francois Couperin. Sálmur 928: Í þínu nafni uppvaknaður. Íslenskt þjóðlag. Texti: Hallgrímur Pétursson. Útsetning: Gunnar Gunnarsson. Sálmur 223: (Dýrðarsöngur)Þig lofar, faðir, líf og önd. Lag: N. Decius. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Sveitin mín. Lag: Eiríkur Bóasson. Texti: Emilía Baldursdóttir. Sálmur 1. Sé Drottni lof og dýrð. Lag: Jakob Regnart. Texti: Matthías Jochumsson. Sálmur 360. Nú fagnar þú, fátæka hjarta. Norrænt lag. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Eftir predikun: Sálmur úr Gullna hliðinu. Lag: Páll Ísólfsson. Texti: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Sálmur 64. Vakna, Síons verðir kalla. Lag: Philipp Nicolai. Texti: Stefán Thorarensen. Eftirspil: Dialogue sur la Trompette e la Chromhorne, úr Messu pour les Paroisse, eftir Francois Couperin. Sóknarnefndarformðaur og meðhjálpari: Hjörtur Haraldsson. Hljóðritað 2. október s.l.