Guðsþjónusta í Möðruvallakirkju fram 31. okt. kl. 11 – Siðbótardagur

Frelsi nú og þá

Erum við frjáls að gera það sem við viljum? Hvernig getum við gert öðrum gott og verndað náttúruna til dæmis? Um það snérist siðbótin á sínum tíma. Um það ætlar sr. Guðmundur að ræða í hálfkaþólsku kirkjunni á Möðruvöllum í Eyjafirði sem helguð var heilögum Marteini. Þorvaldur Örn Davíðsson organisti leiðir kórinn sem syngur m.a. sálm Marteins Lúthers sibótarmanns: Vor Guð er borg á bjargi traust. Og lag og ljóð Valgeirs Guðjónssonar: Kveiktu á ljósi hvar sem þú ert. Allir hjartanlega velkomnir.

Möðruvallakirkja í Eyjafjarðarsveit