Söngnámskeið fyrir starfsmenn í barnastarfi

Söngurinn er svo sannarlega mikilvægur í starfinu með börnunum. Hvort sem það er í hópunum(TTT, 6-9 ára starfinu eða unglingastarfinu) eða í sunnudagaskólanum. Söngurinn eykir alltaf gleði barnanna og léttir öllum lundina. Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar kom okkur svo sannarlega í skilning um það á námskeiðinu sem hún hélt fyrir starfsmenn í barnastarfi á norðurlandi. Sungin voru um 20 lög úr Barnasálmabókinni, lög sem eru ekki eins mikið spiluð og sungin og önnur. Alltaf er gott að læra ný lög og mun þetta námskeið nýtast mjög vel í starfinu áfram.
Einnig var spjallað um það hvernig tónlistinni er sinnt í kirkjum prófastsdæmisins og hvernig gengi að fá organista, gítarleikar osfrv í sunnudagaskólann. Gengur það upp og ofan, sem er miður. Rætt var um lagaval, þemu laganna, hreyfingar, sönghæð barnanna og margt fleira nýtilegt.
Við þökkum Margréti og Sigrúnu Mögnu, organista, kærlega fyrir góða stund í Kapellu Akureyrarkirkju þetta síðasta fimmtudagskvöld í september.