Haustfundur fyrir barnastarfsfólk!

Fimmtudaginn 7. október verður haldinn haustfundur fyrir þá sem sinna barnastarfi í kirkjum prófastsdæmisins. Fundurinn verður staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst kl. 17 og lýkur kl. 19:00. Umræðuefnið er samstarf milli kirkna og almennt spjall. Farið verður örstutt yfir efnisveituna.
sr. Gunnar Einar og sr. Oddur Bjarni ætla svo að syngja með okkur og kenna etv einhver lög sem gaman er að flytja í sunnudagaskólanum. Léttar veitingar í boði.
Sjáumst sem flest. Skráning á sonja@akirkja.is
Æskey – hópurinn.