Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir sett inn í embætti við messu í Húsavíkurkirkju 19. sept. kl. 14

Messa sunnudaginn 19. sept. kl. 14.00. Séra Jón Ármann Gíslason prófastur setur séra Sólveigu Höllu í embætti sóknarprests í Húsavíkurprestakalli. Kirkjukórinn syngur við undirleik Attila Szebik organista. Kirkjukaffi í Bjarnahúsi að messu lokinni, sem Kvenfélagskonur sjá um. Verið hjartanlega velkomin !