Útiguðsþjónusta í reitnum Halldórsstaðarskógi í Bárðardal sunnudaginn 11. júlí kl. 13

Haldin verður útiguðsþjónusta í Halldórsstaðarskógi sunnudaginn 11. júlí kl. 13. Almennur safnaðarsöngur og Guðs orð. Forsöngvari Dagný Pétursdóttir, organisti. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, mun þjóna og fjalla um keltneska kristni og Guðs græna náttúruna í skógalundinum.