Helgihald á sjómannadaginn í prófastsdæminu 5-6. júní

Ólafsfjaraðarkirkja. Sjómannadagurinn 6. júní hefst svo með skrúðgöngu frá hafnarvoginni að Ólafsfjarðarkirkju þar sem haldin verður hátíðarmessa kl. 11 og sjómenn verða heiðraðir. Sjá dagskrá sjómannadagsins hér.

Sjómannadagsmessa í Dalvíkurkirkju
Sunnudaginn 6. júní kl. 13.30

Hríseyjarkirkja. Sjómannadagsmessa laugardaginn 5. júní kl. 11.11. Sjá dagskrá í Hrísey hér.

Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju
Sunnudaginn 6. júní kl. 11. Ræðumaður dagsins: Steingrímur Helgu Jóhannesson, sjómaður og stjórnandi hlaðvarpsins „Sjóarinn“.Kór Glerárkirkju syngur sjómannalög undir stjórn Valmars Väljaots, sr. Sindri Geir Óskarsson leiðir stundina.Að guðsþjónustu lokinni er minningarstund við minnisvarðann um týnda og drukknaða sjómenn.

Sjómannadagsmessa í Akureyrarkirkju
Sunnudaginn 6. júní kl. 11. Prestur er sr. Jón Ragnarsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sjómannadagsmessa á Grenivíkurbryggju
Laugardaginn 5. júní kl. 11.00. Þar verður einnig barn borið til skírnar. Síðan verður farið upp í kirkjugarð þar sem lagður verður blómvöndur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Kirkjukórinn syngur undir traustri stjórn Petru Bjarkar organista.

Sjómannadagur í Húsavíkurkirkju – helgistund
Sunnudaginn 6. júní kl. 11. Kirkjukórinn syngur sálma og lög sem hæfa tilefni dagsins, undir styrkri stjórn Szebik Attila . Samverustundinni lýkur með því að gengið er út og blóm lögð að minnisvarða sjómanna, prestur flytur ljóð og kórinn syngur eitt lag. Sóknarnefnd býður kirkjugestum upp á kók og prins póló og kaffisopa í Bjarnahúsi að samveru lokinni, gott að koma saman, spjalla og rifja upp minningar og reynslusögu.