Stikklað á stóru í starfi Hjálparstarfs kirkjunnar júlí 2020 – febrúar 2021

Hér fylgir kynning á Hjálparstarfi kirkjunnar starfsveturinn 2020-2021. Það var 50 ára afmæli starfsins 2020 sem kemur fram í kynningunni.

1


Stikklað á stóru í starfi Hjálparstarfs kirkjunnar júlí 2020 – febrúar 2021.

2


Aðalfundur 26. september 2020, sama fólk hélt áfram í stjórn: mynd frá vinstri: Salóme Huld Garðarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Benedikt Vilhjálmsson, Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri, Vigdís Pálsdóttir og Hörður Jóhannesson. 

3

Covid-19
Mynd ársins eftir Þorkel Þorkelsson
Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliði og laganemi, skráði sig í sveit bakvarða þegar faraldurinn knúði að dyrum. Eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn stóð hún í ströngu á árinu.

Umsögn dómnefndar: Fallegt augnablik í lok krefjandi vaktar á Landspítalanum. Fegurð í stofnanalegu og sterílu umhverfi. Værð og ró er í myndinni en á sama tíma tregi og þreyta. Táknræn mynd fyrir ástand ársins sem flestir eiga auðvelt með að tengja við, handþvottur, spritt og þreyta.

Vegna Covid-19 og takmarkana sem hafa fylgt hefur Hjálparstarfið þurft  að sýna sveigjanleika, afgreiða meira í gegnum síma og tölvupóst og búið er að gera umsóknareyðublöð á heimasíðu sem við ætlum að þróa áfram og nýta óháð faraldri. Í verkefnunum erlendis hafa  fyrst og fremst verkþættir sem snúa að því að safna fólki saman, námskeið og fræðsla stöðvast eða hægt mjög á en vonast er til að takist að vinna það allt upp þegar ástandið verður orðið betra og farið að létta á takmörkunum. Takmarkanir vegna Covid-19 hafa mikil áhrif í Úganda og Eþíópíu til dæmis geta sjálfsþurftarbændur ekki selt afurðir sínar á mörkuðum þegar bannað er að safnast saman í stórum hópum. 

4

Heimsmarkmiðin eru yfir og allt um kring í öllu starfi Hjálparstarfsins, bæði á Íslandi og í verkefnum erlendis.

5


Eþíópía. Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki í Sómalífylki í Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði og að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Brunnar hafa verið grafnir og þar sem það hefur ekki verið mögulegt hafa verið grafnar vatnsþrær (birkur) fyrir regnvatn. Stíflur og veggir í árfarvegum hafa verið reist til að halda regnvatni í farvegi og hefta eyðimerkurmyndun, nýjar og þurrkþolnari korntegundir hafa verið kynntar til sögunnar sem og skilvirkari ræktunaraðferðir og betri verkfæri. Dýraliðar hafa verið þjálfaðir til að meðhöndla dýrasjúkdóma og bólusetja búfé. Konur hafa tekið þátt í sparnaðar- og lánahópum og fengið fræðslu um hvernig best sé farið af stað með eigin rekstur. Eftir fræðslu og þjálfun hafa margar kvennanna hafið rekstur og reka litla búð, stunda geita- og hænsnarækt og rækta grænmeti. Konur sem hafa tekið þátt í verkefninu tala um að þær hafi fjárráð og ákvörðunarvald en það var nær óþekkt að konur hefðu slíkt á verkefnasvæðunum áður en samvinnan hófst.

6

Úganda. Í héruðunum Raki og Lyantonde íÚganda er þróunarsamvinnuverkefni Hjálparstarfsins sem snýr að því að aðstoða HIVsmitaða, alnæmissjúka, aðstandendur þeirra og eftirlifendur. Samkvæmt upplýsingasíðunni avert.org um alnæmi í Afríku er talið að um 23.000 manns hafi látist af völdum sjúkdómsins í Úganda á árinu 2018. Algengi HIV/alnæmis á landsvísu var þá 5,7% en í sveitahéruðunum Rakai og Lyantonde er algengi sjúkdómsins hins vegar töluvert meira eða um 12%. Skjólstæðingar verkefnis Hjálparstarfsins þar eru fyrst og fremst börn sem misst hafa foreldra sína af völdum alnæmis og búa ein en líka HIVsmitaðir einstæðir foreldrar og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við sára fátækt. Áhersla er lögð á að bæta lífsskilyrði fólksins sem býr við nístandi skort með því að reisa múrsteinshús sem eru útbúin grunnhúsbúnaði og eldaskála með hlóðum sem spara eldsneyti. Reistir eru kamrar við hlið húsanna, fólkið fær fræðslu um samband hreinlætis og smithættu og hvernig bæta má hreinlætisaðstöðu. Aðgengi fólksins að hreinu vatni er aukið með því að koma upp 4000 lítra vatnssöfnunartönkum við hlið íbúðarhúsanna.

7

Úganda, Kampala. Í Úganda búa um 46 milljónir íbúa. Nær helmingur þeirra er yngri en 15 ára. Þrátt fyrir að langflestir búi í sveitum landsins og lifi af landbúnaði flykkist fólk í síauknum mæli til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. Þar bíður flestra hins vegar eymdarlíf í fátækrahverfum en 40% íbúa Kampala búa við sára fátækt. Atvinnutækifæri í Kampala eru fá og mörg ungmenni skortir menntun og þjálfun til að eiga möguleika á að sækja um störf eða reyna fyrir sér með eigin rekstur. Börn og unglingar í fátækrahverfunum eru því útsett fyrir misnotkun sökum fátæktar og eymdin leiðir til þess að þau verða auðveldlega fíkniefnum að bráð. Neyðin rekur unglingana til að taka þátt í glæpagengjum eða selja líkama sinn til að geta séð sér farborða. Valdeflingarverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar sem hófst í janúar 2017 er í þágu barna og ungmenna á aldrinum 13 – 24 ára í fátækrahverfum Rubage-, Nakawa- og Makindyehverfum í höfuðborginni Kampala. Fyrsta fasa verkefnisins lauk í árslok 2019 en á þremur árum hafði það náð til fleiri en 1500 barna og ungmenna.
Markmið með verkefni Hjálparstarfsins er að unga fólkið öðlist verkkunnáttu sem eykur atvinnumöguleika þess. Einnig að unglingarnir taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina og að þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Með fræðslu og valdeflingu má koma í veg fyrir að barnungar stúlkur verði þungaðar, hefta útbreiðslu HIV/alnæmis og kynsjúkdóma ásamt því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Í verkefninu er sérstök áhersla lögð á að ná til stúlkna, ungra kvenna og einstaklinga með fötlun. Núverandi verkefni mun vera í gangi til 2023. 
Vegna Covid-19 hefur kennsla verið í minni hópum og á köflum legið niðri, markmiðið er að allir ljúki samt námi þó að það taki lengri tíma. 

8

Indland. Sameinaða indverska kirkjan, United Christian Church of India eða UCCI, hefur starfað í Andhra Pradeshfylki í austurhluta Indlands frá árinu 1968. Frá stofnun hefur UCCI hjálpað fjölskyldum sem tilheyra hópi stéttleysingja í fylkinu og búa við örbirgð. UCCI rekur þar skóla, heimavist og spítala ásamt því að gefa fólkinu mat. Frá árinu 1989 hafa Hjálparstarf kirkjunnar og Fósturforeldrar stutt starf UCCI með því að greiða kostnað við skóla- og heimavist fyrir börn ásamt því að senda stök framlög til viðhalds bygginga og til starfsemi spítalans. Á þessu starfsári styrkja Hjálparstarf kirkjunnar og fósturforeldrar 123 börn og unglinga til náms en auk þess greiddi Hjálparstarfið laun átta kennara við skólann. Eftir langt og farsælt samstarf við UCCI dregur Hjálparstarf kirkjunnar nú úr stuðningi við verkefnið og mun samstarfi ljúka í lok starfsárs 2021 – 2022.

9

Mannúðaraðstoð:

Sýrland og Jórdanía: Milljónir íbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðsins sem hefur geisað í Sýrlandi frá árinu 2011. Neyðin er mikil og brýnt að koma fólkinu til hjálpar. Hjálparstarf kirkjunnar, með styrk frá utanríkisráðuneytinu, hefur lagt sitt af mörkum frá árinu 2014 og sent samtals um 108 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar við fólk á vergangi innan Sýrlands sem og við stríðshrjáða Sýrlendinga sem hafast að í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum, þar á meðal í Jórdaníu.

Írak: Í Írak ríkir enn neyðarástand vegna átaka innanlands. Á síðasta ári sendi Hjálparstarf kirkjunnar rúmlega 10,5 milljóna króna fjárframlag til mannúðaraðstoðar Lútherska heimssambandsins við fleiri en 22 þúsund einstaklinga þar sem að stórum hluta er fólk á vergangi en líka fólk sem hefur snúið heim eftir að hafa flosnað upp og þarf stuðning til að koma undir sig fótunum aftur. Verkefnið snýst meðal annars um að hjálpa til við endurbætur á húsnæði, gera við brunna, kamra og aðra hreinlætisaðstöðu. Einnig felst í verkefninu ýmiss konar fræðsla um hreinlæti, kynbundið ofbeldi, jafnrétti og mannréttindi, að ógleymdum námskeiðum sem tengjast því að fjölga tekjumöguleikum.

Núna liggur inni hjá Utanríkisráðununeytinu umsókn um stuðning við mannúðarastoð í Tigreyfylki í Norður-Eþíópíu. En þar er mikil þörf vegna vopnaðra átaka milli hersins og aðila sem vilja lýsa yfir sjálfsæði fylkisins og slíta sig frá ríkisstjórn Eþíópíu. Yfirvöld Eþíópíu hafa náð tökum á fylkinu en fjöldi fólks hefur flúið heimili sín, mikill skortur ríkir á nauðþurftum og óöryggi er á sumum svæðum enn mjög mikið og svæðisbundin átök enn í gangi. 

10

Starfið á Íslandi

Jólaaðstoð: Í desember síðastliðnum fengu 1.865 fjölskyldur eða 5.035 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Þetta er 45% aukning milli ára. 

Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19.  

Saumaverkefnið Töskur með tilgang með Hjálpræðishernum hófst aftur í lok jan eftir lokun vegna Covid-19. Konurnar mjög ánægðar með að þetta sé byrjað aftur. 

Fataúthlutun hófst í lok janúar eftir lokun, þó með takmörkunum.

Námskeiðið Stattu með sjálfri þér – virkni til farsældar hefur verið í gangi þrátt fyrir Covid-19, á tímabili var hópnum skipt í tvennt. Þátttakendur eru  16 konur (konur á örorkubótum með börn á framfæri) og gengið mjög vel og mæting góð á hverjum fimmtudegi kl 10-13 í safnaðarheimili Grensáskirkju.

11

Ómetanlegir sjálfboðaliðar: Mynd: Dúfa og Ragnhildur. 15-20 sjálfboðaliðar koma vikulega og aðstoða við flokkun fata, útdeilingu og mjög margt annað sem þarf að vinna. Við gætum ekki haft innanlandsstarfið svona öflugt ef þeirra nyti ekki við. 

12

Samantekt á viðburðum tengdum 50 ára afmæli Hk
Formleg ákvörðun um  hjálparstofnun á vegum íslensku þjóðkirkjunnar var tekin á fundi kirkjuráðs þann 9. janúar 1970. Hjálparstarfið var því 50 ára þann dag og af því tilefni var haldið málþing á Grand hótel, undir yfirskriftinni: Valdefling kvenna – frasi eða framfarir? Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands flutti ávarp. Frú Eliza Jean Reid, forsetafrú og Magnús Árni Skjöld Magnússon, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst fluttu erindi. Starfsfólk Hjálparstarfsins, Vilborg Oddsdóttir og Sædís Arnardóttir félagsráðgjafar og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri fjölluðu um yfirskriftina út frá verkefnum á Íslandi, Eþíópíu og Úganda. Í lokin voru pallborðsumræður. Málþingið tókst vel og um 100 manns mættu en einnig var málþinginu streymt beint í gegnum facebook.

13

Biskup Íslands sendi bréf á alla presta og mæltist til þess að þeir fjölluðu um Hjálparstarfið og afmælið í guðsþjónustu 12. janúar 2020. Fjallað var um Hjálparstarfið í útvarpsmessunni þann dag sem var frá Bústaðakirkju og væntanlega víðar. Sérstakt afmælis-lógó hefur verið hannað og búið er að senda afmælis-plakat og kynningarpakka (glærusýningu) á allar sóknir og sérstakir afmælis-standar (gardínur) hafa verið gerðir sem nýttir verða á fundum og kynningum. 
Afmælisplakati var dreift í kirkjur.
Bjarni hafði erindi um Hjálparstarfið á kirkjuþingi þann 13. september og til stendur að hafa erindi á prestastefnu sem var frestað vegna Covid-19.

14

Afmælisblað Margt smátt…  kom út 4. apríl 2020 þar sem starfið var kynnt og farið yfir söguna.

15

Þáttur á RÚV 8. desember 2020, Hjálp til sjálfshjálpar, þar sem fjallað var um starfið með áherslu á söfnun fermingarbarna fyrir vatnsverkefnin. Þátturinn fékk frábærar viðtökur.  Hægt að skoða þáttinn í gegnum hlekk á heimasíðu Hjalparstarfsins (hjalparstarfkirkjunnar.is/myndbond).

16

Ljósmyndasýning í Smáralind 1.-15. mars (átti að vera fyrr en frestaðist vegna covid). Myndir frá Eþíópíu og Úganda eftir ljómyndarann Þorkel Þorkelsson. Frábærar myndir sem gefa góða innsýn inn í líf fólksins. 

17


Fjármál
Safnanir
Haustsöfnun undir slagorðinu „Ekkert barn útundan“ vegna kostnaðar fjölskyldna á Íslandi vegna skólabyrjunar gekk mjög vel, 10.8m króna.

Söfnun fermingarbarn féll niður í nóvember 2020 en er með öðrum hætti nú í mars (1-5) þar sem börnin dreifa miðum en ganga ekki með bauka. Mikilvægt að fræða börnin og þau geti tekið þátt með þessum hætti en reikna má með miklu minni innkomu í krónum talið en áður. Stefnum á venjulega söfnun í nóvember 2021. 

Jólasöfnun þar sem safnað var til helminga fyrir starfið á Íslandi og erlendis, gekk mjög vel: valgreiðslur yfir 20 milljónir (oftast áður um 14-15 m), mikill stuðningur fyrir utan valgreiðslur, og sérstaklega við starfið innanlands t.d. 20m frá Pokasjóði og 15m frá Frímúrurum. Mörg önnur samtök og fyrirtæki studdu mjög vel við starfið. Samtals um 120 milljónir til Hjálparstarfsins í desember 2020 og janúar 2021.

Hjálparliða köllum við reglulega stuðningsaðilar starfsins. Markmiðið var að bæta við 500 nýjum Hjálparliðum á afmælisárinu og það hafðist og gott betur en það en alls bættust 848 nýir Hjálparliðar við á árinu 2020. Á starfsárinu 2014-2015 komu samtals inn frá reglulegum stuðningsaðilum með prestum meðtöldum rétt um 15 milljónir króna, en  á starfsárinu 2019-2020 komu inn 52,5 milljónir króna og stefnum við á að ná 60 milljónum á núverandi starfsári. Þetta er orðið ein af megin stoðum í fjármögnun starfsins. Við sjáum fyrir okkur að við gætum aflað mikinn fjölda Hjalparliða innan kirkjunnar okkar, þrátt fyrir allt er heilmikið fólk sem tekur þátt í kirkjustarfi og við myndum vilja efla samstarfið við sóknirnar um að fá þá sem mæta í kirkjuna til að verða Hjálparliðar. 

19

Undirbúningur hélt áfram varðandi opið hús fyrir konur. Framkvæmdir hófust í húsnæðinu í júní 2020 og mjög margt sem þurfti að taka tillit til til að fá starfsleyfi. Meðal annars tengt heilbrigðisstöðlum og vegna öryggis- og brunamála. Starfsleyfi fékkst 12. febrúar 2021 og starfsemi hófst 15. febrúar og formleg opnun með ávarp frá forseta og biskupi var 25. febrúar. 2-4 konur hafa komið daglega frá opnun. Úrræðið hefur fengið nafnið Skjólið og starfsmenn eru Rósa Björg Brynjarsdóttir umsjónarkona í fullu starf og Fjóla Halldórsdóttir, Una Sigrún Ástvaldsdóttir og Magnea Sverrisdóttir í hlutastarfi. Í heildina er um að ræða tvær og hálfa stöðu.
Árs fjárhagsáætlun hljóðar upp á um 32 milljónir króna sem kirkjuráð fjármagnar. 
Nýr kafli í starfi Hjálparstarfsins.

20