Héraðsfundur að Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 29. maí kl. 11-16

Prófastur hefur boðað til héraðsfundar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis árið 2021. Hann verður haldinn laugardaginn 29. maí n.k. í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit. Fundurinn mun hefjast með helgistund kl 11.00 og stefnt á að honum ljúki ekki síðar en um kl.16.00. Gerð verða upp tvö síðastliðin ár, þar eð héraðsfundur féll niður á síðasta ári.
Nú hafa samkomutakmarkanir verið rýmkaðar töluvert og mikill framgangur verið í bólusetningum, þannig að nú ætti þetta loks að ganga. Brýnt er þó að viðhafa áfram ítrustu sóttvarnir eftir því sem kostur er.
Á dagskrá fundarins verða venjuleg héraðsfundarstörf. Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur. Gera má ráð fyrir að leggja þurfi nokkra áherslu á málefni Kirkjuþings sem og Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn, eins og segir í bréfi prófasts.