Samkirkjuleg helgistund frá Glerárkirkju – Um vínviðinn og að bera ávöxt

Hér er endurbirt helgistund þar sem lagt er út af þema 3 sd. eftir páska um víniðinn og bera Guði ávöxt. Samkirkjuleg helgistund var frá Glerárkirkju með þátttöku frá Aðventkirkjunni, Hjálpræðishernum, Hvítasunnukirkjunni og Þjóðkirkjunni á Akureyri. Sr. Sindri Geir Óskarsson, prestur í Þjóðkirkjunni, og Herdís Helgadóttir, foringi í Hjálpræðishernum ræða saman um efni dagsins, einingu kirkjunnar. Rannvá Olsen og Sigurður Ingimarsson frá Hjálpræðishernum syngja, Anna Júlíanna Þórólfsdóttir frá Hvítasunnukirkjunni, og Margrét Árnadóttir, Petra Björk Pálsdóttir og Valmar Väljaots, organisti, frá Þjóðkirkjunni. Njótið vel.