Páskasálmur – tár Maríu í páskasólinni

Texti sálmsins er eftir sr. Guðmund Guðmundsson út frá frásögninni um Maríu úti fyrir gröfinni á páskadagsmorgni í Jóhannesarguðspjalli 20. kafla. Það er guðspjalla páskadags samkvæmt 3 textaröð. Þetta er ein tilfinningaríkasta frásögn guðspjallsins, um leið og hún er átakanlega sorgleg, hefur hún að geyma glettni sjónarvottsins, sem vafalítið hefur skemmt sér við að segja frá þessu atviki í söfnuðinum. Hún þekkti ekki Meistara sinn, hélt að hann væri grasgarðsvörðurinn. Svo hefur hún hlegið af tómri gleði. Þannig má líta á frásöguna. Lagið er sænskt Tron er för mig en sommaräng eftir Olle Widestrand. Textinn var gerður við þetta lag á árunum 1985-90 og frumfluttur í Akureyrarkirkju á páskum 2009.

Páskasálmur – tár Maríu í páskasólinni

Lag: Tron er för mig eftir Olle Widenstrand

Árdegis, röðull reis úr nótt,      
í roða fór María að gröf Jesú hljótt.
Felldi hún tár á föla jörð
sem fann ekkert til en var náköld og hörð.

Guð hennar var í gröf og svaf,
í guðsdýrkun sinni gaf þakklæti af
smyrsl, sem hún bar við barminn sinn,
en brynjaður vopnum var hermaðurinn.

Gröfin var tóm og gatan auð,
Guð hennar huldi sig, þar stóð hún snauð.
Felldi hún tár við fætur manns
sem fór þarna hjá, framhjá gröf Lausnarans.

María spurði manninn þann um meistara sinn
hvar hann lagt hefði hann.
„María, ég er upprisinn,
ég er alltaf hjá þér, ég, Drottinn Guð þinn“.

Guðm. G.

Páskasálmur – Tár Maríu í páskasólinniSækja

Mauris Denis. Málverkið Noli me tangere frá 1895

Maurice Denis túlkar þessa frásögn í listaverkinu Snertu mig ekki – Noli me tangere frá 1895. Orð Jesú þegar hann birtist Maríu Magdalenu Jóh. 20. 17 (Skoða myndina á vef: http://www.cgfaonlineartmuseum.com/d/denis3.jpg og https://art.rmngp.fr/en/library/artworks/maurice-denis_noli-me-tangere_huile-sur-carton_1895?force-download=894141