Helgistund frá Glerárkirkju á páskadag

Gleðilega páska – Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn. Annað árið í röð var ekki hægt að koma saman í Glerárkirkju til að fagna upprisuhátíðinni, en þökk sé tækninni var hægt að bjóða upp á þessa helgistund. Séra Stefanía Guðlaug Steinsdóttir leiddi helgistundina á páskamorgni og Kór Glerárkirkju söng undir stjórn Valmars Väljaots. Tökum boðskap upprisunnar með okkur inn í vorið og sumarið og leitumst við að feta friðar- og kærleiksveg meistarans.