Vegur krossins – íhugunarstund á föstudeginum langa

Vegur krossins er íhugunarstund. Lesið er úr píslarsögunni og vers úr passíusálmum Hallgríms Péturssonar, fylgt er íhugun úr Bænabók Karls Sigurbjörnssonar biskups um 14 stöðvar píslargöngunnar meðan listaverk birtast sem túlka hana frá ýmsum tímum og stöðum. Prestar: Sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Guðmundur Guðmundsson leiða stundina. Organisti er Valmar Väljaots, Kór Gerárkirkju syngur.föstudagurinn langi 2021
Hér má ná í textann til að fylgjast með ef einhver óskar þess. Lesa íhugunartextann.