Skirdagskvöld í Glerárkirkju

Á skírdagskvöldi er minnst síðustu kvöldmáltíðarinnar. Komið er saman við borði Krists og þau sem vilja neyta kærleiksmáltíðar geta haft brauð, vín eða berjasaft og kerti til reiðu og brotið brauðið heima hjá sér. Kór Glerárkirkju flutti sálma undir stjórn Valmars Väljaots, sr. Sindri Geir Óskarsson leiddi stundina. Undir lokin var altarið afskrýtt og undirbúinn föstudagurinn langa.