Páskasöfnun Hjálparstarfsins og fréttabréf

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk sem býr við fátækt á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Allt okkar starf snýst um að fólkið fái tækifæri til að lifa með reisn.

Frá því í byrjun apríl 2020 og fram til marsmánaðar 2021 hefur þeim fjölgað um 40% sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar um efnislega aðstoð hér heima miðað við sama árstímabil á undan.

Aðstoðarbeiðnum fjölgaði mest fyrir síðustu jól eða um 45% miðað við umsóknir sem bárust í desember 2019. Alls nutu 1.865 fjölskyldur aðstoðar fyrir jólin 2020 en fjölgunina má rekja til fjárhagsvanda fjölskyldna af völdum kórónuveirufaraldursins.

Við höldum áfram að veita aðstoð innanlands og utan og leitum nú stuðnings við starfið!

Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki síður haft slæm áhrif á aðstæður sem fólkið býr við á verkefnasvæðum Hjálparstarfsins í Eþíópíu og Úganda. Þar rétt eins og hér bitna efnahagslegar afleiðingar faraldursins mest á þeim sem voru í viðkvæmustu stöðunni fyrir.

Við höfum nú sent 2400 króna valgreiðslu í heimabanka landsmanna en einnig er hægt að styðja starfið með því að:

  • gerast Hjálparliði á heimasíðu okkar, www.hjalparstarfkirkjunnar.is,
  • hringja í söfnunarsíma 907 2002 og 907 2003 og greiða 2500 kr.
  • leggja framlag inn á styrktarreikning 0334-26-50886, kt. 450670 0499

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar í síma 528 4402, bjarni@help.is

Nýútkomið fréttablað er að finna hér: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/wp-content/uploads/2017/08/Margt-sm%C3%A1tt…-fr%C3%A9ttabla%C3%B0-Hj%C3%A1lparstarfs-kirkjunnar-1.-tbls-2021.pdf