Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir sett inn í embætti á Ólafsfirði

Síðast liðinn sunnudag, þann 7. mars, var sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sett inn í embætti sóknarprests á Ólafsfirði. Prófastur, sr. Jón Ármann Gíslason, gerði það við hátíðlega guðsþjónustu þar sem kórinn söng undir stjórn Ave Kara Sillaots, orgnista. Tóku Ólafsfirðingar vel á móti presti sínum. Það hefur verið undarlegt að koma til starfa á þessum tímum þar sem hún hafði varla fengið tækifæri að messa og innsetningin dregist einnig af sömu ástæðum. Eftir innsetningar guðsþjónustuna var boðið til kaffisamsætis í safnaðarsal. Bjóðum við sr. Guðrúnu velkomna til starfa í prófastdæminu og biðjum henni og söfnuðinum Guðs blessunar.
Hér með fylgja nokkra myndir frá athöfninni.





