Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir sett inn í embætti á Ólafsfirði

Síðast liðinn sunnudag, þann 7. mars, var sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sett inn í embætti sóknarprests á Ólafsfirði. Prófastur, sr. Jón Ármann Gíslason, gerði það við hátíðlega guðsþjónustu þar sem kórinn söng undir stjórn Ave Kara Sillaots, orgnista. Tóku Ólafsfirðingar vel á móti presti sínum. Það hefur verið undarlegt að koma til starfa á þessum tímum þar sem hún hafði varla fengið tækifæri að messa og innsetningin dregist einnig af sömu ástæðum. Eftir innsetningar guðsþjónustuna var boðið til kaffisamsætis í safnaðarsal. Bjóðum við sr. Guðrúnu velkomna til starfa í prófastdæminu og biðjum henni og söfnuðinum Guðs blessunar.

Hér með fylgja nokkra myndir frá athöfninni.

Prófastur sr. Jón Ármann Gíslason, annaðist fyrri hlutar guðsþjónustunnar.
Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir tekur við skipunarbréfi sínu.
Kór Ólafsfjarðarkirkju
Kirkjugesti bjóða Guðrúnu velkomna til starfa við kirkjudyr
Fjölskylda Guðrúnar með prófasti
Annar María Sigurðardóttir formaður sóknarnefndar ávarpaði nýja prestinn og bauð hana velkomna til starfa fyrir hönd safnaðarins og þakkaði henni fyrir frumkvæði hennar við undarlega starfsbyrjun.