Orgelkrakkar er frumlegur listgjörningur , næst 21. mars

Orgelkrakkar er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi.
Orgelkrakkar er stórfróðlegt og skemmtilegt verkefni sem getur höfðað til breiðs aldurshóps og hefur notið mikillar velgengni í Evrópu undanfarin ár. Hópur þátttakenda skemmtir sér konunglega við það að setja saman orgelið, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og leika á orgelið. Í lok stundar flytjum við saman ævintýri fyrir orgel og sögumann sem samið var sérstaklega fyrir orgelið.
Orgelið sem um ræðir og notað er er afar einfalt að gerð, lítið og nett og stærðin passar börnum vel. Það kemur bitum eða kubbum og er til þess gert að taka í sundur og setja saman aftur. Svona eins og úr legó eða trékubbum.
Orgelið á uppruna sinn í Hollandi. Heimasíða þess er www.orgelkids.nl
Næstu listasmiður orgelkrakka verður í Dalvíkurprestakalli sunnudaginn 21. mars í Stærra-Árskógskirkja kl. 11 og svo í Möðruvallaklausturskirkju kl. 13. Æskilegur aldur er 7-12 ára og smiðjan er um ein klukkustund.


