Fermingarbarnasöfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í byrjun mars

Í byrjun mars setja börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar söfnunarmiða inn um póstlúgur í íbúðarhúsum í stað þess að banka upp á með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar eins og venjulega.

Það verður safnaðar til vatnsverkefna í Eþíópíu og Uganda. Það gjörbreytir aðstæðum fólksins á svæðunum þar sem Hjálparstarfið er með verkefnin. RÚV sýndi kynningarmyndband um þetta starf sem má horfa á hérna:

Einnig er hægt að horfa á kynningarmyndbandið á RÚV en það var sýnt í tilefni af 50 ára afmæli starfsins í desember á síðast liðnu ári: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/hjalp-til-sjalfshjalpar/31139/98urph

Fermingarbörnin í hverfinu þínu gefa þannig af tíma sínum og þau fá tækifæri til að láta gott af sér leiða þrátt fyrir heimsfaraldur. Þú getur lagt þitt af mörkum í hjálparstarfi með stöku framlagi á eftirfarandi hátt:

  • Þú getur lagt upphæð að eigin vali inn á styrktarreikning númer 0334-26-50886, kennitala: 450670-0499
  • Þú getur hringt í söfnunarsíma 907 2003
    og greitt 2500 krónur með næsta símreikningi.
  • Þú getur Aurað í 123-5284400
    og gefið upphæð að eigin vali til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.
  • Þú getur stutt starfið með því að greiða upphæð að eigin val með greiðslukorti á heimasíðu okkar www.hjalparstarfkirkjunnar.is Með bestu þökkum fyrir að taka börnunum vel ❤

Þá má benda á facebook síðu hjálparstarfsins ef þú vilt hjálpa okkur að dreifa boðskapnum. Það hefur verið stofnaður viðburður sem má gjarnan vekja athygly á: https://www.facebook.com/events/282879399947067/

https://www.facebook.com/hjalparstarf.kirkjunnar