Gengið í föstu – Erindi sr. Þorgríms Daníelssonar

Leiðbeiningar um föstuhald sem lífsleikni og andleg þjálfun. Meinlætalíf eða gott og heilbrigt líferni.

Fyrirlesari: Þorgrímur Daníelssons, sóknarprestur á Grenjaðarstað.
Erindin upphaflega flutt í febrúar 2016.

1. hluti: Inngangur, um föstu og grundvallaratriði hennar

Í upphafi talaði Þorgrímur um áhyggjur sínar af efnishyggju nútímans og bresti í siðferðilegu lífi. Þá snéri hann sér að föstunni. Hann sagði að kennslu hefði hann fengið í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni í dymbilviku og páskum 1999. Hann svaraði spurningunni um föstu að það væri ekki að svelta sig heldur að nálgast Guð og að lifa góðu og innihaldsríku lífi. Þá benti hann á þrjú áhersluatriði í kristinni föstu: aðhald í mat og drykk, bænaiðkun og umhyggja fyrir öðrum.

2. hluti: Undirbúningur, skipulag og framkvæmd

Hann lagði áherslu á að undirbúa föstuna vel og í tíma. Það ætti að velja einn eða tvo þætti sem menn vildu taka á. Ástæða væri til að tala við sína nánustu um fyrirætlanir sínar. Gott væri að hafa einhvern sem gæti leiðbeint um föstu. Þá fór hann yfir nokkrar reglur um föstuhald sem var nánari útfærsla um aðhald í mat og drykk, bænaiðkun og umhyggju fyrir öðrum.

3. hluti: Reynsla, þroski og föstulok

Að lokum talaði hann um reynsluna af föstu og lýsti hvernig fastan ætti að ganga fyrir sig. Hann taldi að fasta væri erfið sérstaklega fyrstu vikuna en ef rétt væri farið að skilaði hún þeim árangri að fólk breytti líferni sínu. Það væri hollt og gott. Föstunni ætti að ljúka helst í páskanæturveislu og gæfi frelsi að losna undan föstunni en um leið eignaðist sá sem hefði fastað góða reynslu.

Fyrirspurnir og athugasemdir

má beina til Þorgríms á netfang hans dagvar@mi.is
Hann flytur gjarnan þetta erindi í söfnuðunum ef þess er óskað og ræðir um föstu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s