Undirbúningstími fyrir föstu og betra líf

Í Kastljósþættinum í gærkvöldi, þriðjudaginn 2. febrúar, ræddi Sigríður Hagalín Björnsdóttir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóri hjá umhverfisstofnun um málefni loftslags og græns samfélags, um það sem við höfum þurft að neita okkur um vegna sóttvarna undanfarið ár. Hún spurði hvaða áhrif sóttvarnir vegna Covid hefur haft á jörðina sem við búum á. (Slóð á þáttinn). Það hefur leitt til þess að hægt hefur verið á samfélögunum. Það er ljóst að sá einfaldi lífsstíll sem við höfum orðið að venja okkur við hefur haft jákvæð áhrif á loftgæði þó ekki séu komnar niðurstöður um stöðu koltvísýrings í andrúmlofti fyrir síðasta ár.

Mér kom þá í hug erindi sem eru til hér í myndbandasafni prófastsdæmisins um undirbúning föstu. Þar fjallar sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað um hvernig maður undirbýr og iðkar föstu. Þessi trúariðkun getur hjálpað okkur að breyta um lífsstíl enda hefur það alla tíð verið markmið föstunnar að bæta sig á einhverju sviði. Mönnum finnst gjarnan aginn leiðinlegur og truflandi, þ.e.a.s. ef maður vill leika lausum hala. En dýpri gleði sem fæst í gullvægu jafnvægi milli aðhalds og nautnar er sú lífsspeki sem trúarbrögðin leggja til. Sr. Þorgrímur gerir þessu góð skil og birtist hér fyrsti hluti af erindi hans. Vonandi til að vekja okkur til umhugsunar um að reyna okkur á föstunni. En í dag hefst undirbúningstími föstunnar eða níu vikna fasta.

Þá hefst líka lestur Passíusálma þar sem við íhugun krossferil Krists.

Sr. Þorgrímur Daníelsson fjallar hér um undirbúning og iðkun föstu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s