Aðventustund frá Grenjaðarstað á öðrum sunnudegi í aðventu 6. des. kl. 11

Á öðrum sunnudegi í aðventu kemur stundin frá Grenjaðarstað og verður send út 6. des. kl. 11 og aðgengileg á vefnum eftir það. Sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur, flytur Ritningarorð og hugvekju. Tónlistina annast þeir söngfélagarnir Arnþór Þorsteinsson og Jónas Þór Viðarsson með gleði, krafti og fegurð.