Helgistund frá Húsavíkurkirkju á 1. sd. í aðventu

Alla sunnudaga á aðventunni kl. 11 verður streymt helgistundum frá ýmsum kirkjum prófastsdæmisins. Fyrsta aðventustundinn er frá Húsavíkurkirkju. Þau Sóleig Halla Kristjánsdóttir, sóknarprestur á Húsavík, og Jón Ármann Gíslson, prófastur á Sinnastað, leiða stundina með spjalli um aðventu- og jólaljóð. Kirkjubandið syngur hugljúf lög eins og Jólin alls staðar, Jólin 1907 og Jólin koma með þér. Í bandinu eru þau Daníel Borgþórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Bylgja Steingrímsdóttir og Unnsteinn Ingi Júlíusson.

Birtist á facebook síðum kirknanna 29. nóv., m.a. – facebook/husavikurkirkja