Jólaaðstoð 2020 hefst 23. nóv

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 alla virka daga frá 23. nóvember til 27. nóvember. Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir umsóknina og koma með upplýsingar á staðgreiðsluyfirliti sem má nálgast hjá skattinum eða sækja með rafrænum skilríkjum. Aðstoðin er bónuskort og utan Akureyrar Nettókort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.


Starfið hefst mánudaginn 23. nóvember. Hér með fylgir auglýsing sem birtist í Dagskránni miðvikudaginn 18. og 23. nóvember. Framkvæmdin verður með eftirfarandi hætti.


Símaviðtöl:

Eins og auglýst hefur verið þá hringir fólk í síma 570 4090 alla virka daga milli kl. 10-13 frá 23. nóvember til 27. nóvember. Í símaviðtalinu er fólk beðið um upplýsingar um hagi sína, framfærslu, maka, börn, húsnæði og tekjur á mánuði. Þá er minnt á að það þarf að hafa með sér staðgreiðsluyfirlit við staðfestingu á umsókninni í vikunni á eftir.


Staðfesting umsóknar í húsi Einingar-Iðju Skipagötu 14, í Ánni fundarsal Lionsklúbbsins Hængs, 4 hæð:

Svo að sóttvörnum verði fylgt fær fólk tíma til að koma og skrifa undir umsóknina og koma með staðgreiðsluyfirlit. Það verður eftir hádegi í vikunni 30. nóvember til 4. desember. Til að ekki komi fleiri saman en tíu verður að virða tímasetningar sem fólk fær, auk þess að vera með grímur og virða fjarlægðartakmörk. Þessi háttur er hafður á til að fjármunir sem safnast nýtist sem best þeim sem þurfa á aðstoðinni að halda. Hringt er í þá sem fá ekki aðstoð.


Úthlutun í húsi Einingar-Iðju Skipagötu 14, í Ánni fundarsal Lionsklúbbsins Hængs, 4 hæð:

Þau sem fá úthlutun sækja kortin þriðjudaginn 8. desember og miðvikudaginn 9. desember og fá upplýsingar um hvenær þau eiga að koma svo að aldrei verði fleiri en leyfilegt er í rýminu. Auk þess fá umsækjendur úttektarkort fyrir föt og jólagjafir hjá Rauða krossinum á Akureyri, Viðjulundi 2 og Hertex Hjálpræðishersins, Hrísalundi 1b, 17. desember. Nánari upplýsingar verða afhentar með úttektarkortum.