Helgistund frá Glerárkirkju 11. okt. 2020 kl. 11

Sunndaginn 11. okt. er send út guðsþjónusta frá Glerárkirkju þar sem er samkomubann. Næstkomandi sunndaga verða sendar út helgistundir á netinu héðan úr Eyjafirð á meðan samkomubannið er.

Helgistundin er á 18. sunnudegi eftir þrenningarhátíð. Textar dagsins eru boðorðin tíu og tvöfalda kærleiksboðorðið. Prestarnir sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Guðmundur Guðmundsson flytja samtalsprédikun um boð og bönn, gildismat og kærleika Guðs. Organisti er Valmar Väljaots og Gutti Guttesen leikur á flugelhorn. Þeir ásamt Petru Björk Pálsdóttur syngja sálmana nr. 712 „Dag í senn“, og 22 „Þú, mikli Guð“.