Þáttur 4 – Fimm þættir eftirfylgdarinnar: Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottin, boðar hann og þjónar eins og hann

Í þessum 4. þætti eru kafli 3-4 í guðspjalli Matteusar útskýrðir. Þeir eru einhverskonar inngangur að guðspjallinu en fyrstu tveir kaflarnir eru forsaga eða formáli. Þættirnir fimm tilbeiðsla, vitnisburður, samfélag, boðun og þjónusta koma hver á fætur öðrum. Þeir samsvara ræðunum fimm: Fjallræðunni, 5-7. kafla. Útsendingarræðunni, 10. kafla. Ræðunni með dæmisögum Jesú um Guðs orð og ríki í 13. kafla. Ræðunni um samfélagið í 18. kafla. Og að lokum Jerúsalemræðunum um að þjóna sínum minnstu bræðrum og systrum í 23-25. kafla. Við getum líkt þessum fimm þáttum við fimm fingur á hendi.

Jesús blessar börnin. Málverk í Kaupangskirkju í Eyjafjarðarsveit er í anda siðbótarmálarans Kranagh. Lærisveinarnir verða að læra að snúa sér og verða eins og börnin, auðmjúkir.

Hlusta á þáttinn:

Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.