Fræðslufundur vegna barnastarfs og sunnudagsskóla í kirkjum prófastsdæmisins 8. september

Fundur verður haldinn vegna barnstarfs og sunnudagaskóla í kirkjum prófastsdæmisins. Þetta er fræðslufundur fyrir þá sem sjá um og taka þátt í barnastarfi safnaðanna á svæðinu. Að venju verður farið í gegnum efni sunnudagsskólans komandi vetur og kynnt leikjasafn ofl. En þetta er einnig mikilvægur vettvangur til að deila hugmyndum og reynslu í starfinu.

Fundurinn verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. september kl. 17-18.30. Sonja Kro tekur við skráningum í sonaj(hja)akirkja.is sem er nauðsynleg vegna samkomutakmarkana og undirbúnings fundarins.