Kyrrðarstund streymt á hvítasunnudag frá Glelárkirkju kl. 20

Kyrrðarstund kvöldsins er öllum opin en verður einnig streymt í beinni á facebook/Glerárkirkja, stundin hefst kl. 20:00. Sr. Sindri Geir Óskarsson, sr. Guðmundur Guðmundsson og Hildur Hauksdóttir leiða stundina. Félagar úr kirkjukórnum undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur, organista, syngja hvítasunnusálma og kvöldsöngva. Hugvekjan fjallar um tvo steinda glugga í kirkjuskipinu eftir Leif Breiðfjörð og hvernig þeir tengjast heilags anda hátíð.

Gleðilega hvítasunnuhelgi. 🕊
Megi heilagur andi umvefja ykkur.