Góðverkavika 8. – 12. júní í Akureyrarkirkju fyrir börn í 4.-6. bekk.

Öll börn sem eru í 4. – 6. bekk grunnskóla eru velkomin að taka þátt í GÓÐVERKAVIKU Akureyrarkirkju. Verkefnin miða öll að því að gera góðverk fyrir umhverfið og náungann og einnig þau sjálf líka!  Við munum spjalla, föndra, fara í leiki, vera með brúðuleikrit, sinna garðyrkju í Lystigarðinum, spila bingó, gefa gleðikort í miðbænum,  fara í ratleik og margt, margt fleira.  Í lokin fá svo allir kveðjuskjal og smá glaðning. Skemmtileg sumarvika, alveg ókeypis fyrir káta krakka. Ekki láta þig vanta 🙂

Um námskeiðið sjá Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi og til aðstoðar; María Björk Jónsdóttir og Sandra Sól Stefánsdóttir. Skráning á sonja@akirkja.is eða í síma 8687929.

godverkavika mynd

About Sonja Kro (17 Articles)
Ég heiti Sonja Kro og starfa nú sem æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju ásamt því að vera starfsmaður Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmis. Ég hóf störf í ágúst 2018. Ég er menntaður leikskólakennari og hef starfað sem slíkur á Akureyri í 21 ár. Ég er búsett á Akureyri, en er ættuð frá Grenivík og Noregi :)
%d bloggurum líkar þetta: