Helgistund frá Húsavíkurkirkju á mæðradaginn 10. maí kl. 17

Á fimmtudaginn 7. maí var tekin upp helgistund í Húsavíkurkirkju sem streymt verður á Vísir.is í dag 10. maí klukkan 17.00. En síðustu vikur hefur verið streymt þaðan helgistundum frá ýmsum kirkjum og viðtökur verið góðar. Þetta er ánægjulegt samstarfsverkefni og hefur verið uppörvandi fyrir kóra og presta að fá að taka þátt í þessu framtaki. Við viljum þakka Sólveigu Höllu presti á Húsavík og organista Ilonu og Kirkjukórnum fyrirfram fyrir stundina. Tengill verður einnig á facebook/húsavíkurkirkju.
Helgistund í Húsavíkurkirkju Sunnudaginn 10. Maí 2020
Forspil: Meil aiaäärne tänavas (Mothers heart). Lag frá Eistlandi. Höfundar: T . Hannsen /Lydia Koidula
Ávarp, signing og bæn.
Sálmur 591: Ó Guð ég veit hvað ég vil. Höf: Melin – Kristján Valur Ingólfsson
Guðspjall: Jóhannes 16.5-16
Hugleiðing
Söngur: Mamma mín. Lag eftir Jaan Alavere og Texti: Eva Hjálmarsdóttir
Bæn, Faðir vor og blessun
Sálmur 551 Í bljúgri bæn. Amrískt þjóðlag og txti e. sr.Pétur Þórarinsson
Söngur: Kirkjukór Húsavíkurkirkju
Organisti: Ilona Laido
Prestur : Sólveig Halla Kristjánsdóttir
Upptökumaður: Davíð Guðmundsson
Texti við lagið Mamma mín:
Ég minnist þín, ó móðir,
þó mér nú sértu fjær.
Þig annast englar góðir
og ungi vorsins blær.
Ég man þær mætu stundir,
er mig þú kysstir hlýtt,
sem vorsól grænar grundir,
og gerðir lífið blítt.
Í faðmi þínum fann ég,
þann frið, er bestan veit,
því það var allt, sem ann ég
þín ástin móður heit.
Þar huggun fann ég hæsta
frá hjarta´er aldrei brást,
því konu gerir glæsta
hin göfga móðurást.