Sunnudagaskólinn sendur heim 3. maí

Í dag sendum við sunnudagaskólann heim í síðasta sinn í bili.

Þetta er skemmtilegur og fróðlegur sunnudagaskóli með Matthildi, Davíð, Berglindi Höllu, Henning Emil og Jóhönnu Guðrúnu.

Með þeim eru þrjár litlar stelpur sem eru venjulega duglegar að mæta í sunnudagaskólann.

Ekki missa af þessum fjöruga og fræðandi sunnudagaskóla með söng, biblíusögum og bænum.

Syngið, dansið og njótið. Góða skemmtun!

(Af kirkjan.is eftir -mg-)