Helgistund á sumardaginn fyrsta úr Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit

Helgistund í Grundarkirkju, Eyjafjarðarsveit

Prestur: Jóhanna Gísladóttir
Organisti: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Forspil: Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Félagar úr kirkjukór Laugalandsprestakalls
syngja Dýrðlegt kemur sumar og
Ó blessuð vertu sumarsól.

 

Eyjafarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi stendur fyrir útsendingum í samstarfi við presta og söfnuði á svæðinu á helgistundum næstu helgi- og sunnudaga. Þær verða birtar hér á facebook síðum kirkna og safnaða. Njótið vel og látið vita af þessu svo að þeir sem vilja geti átt helga stund.