Þrettánda hugvekja út frá ræðum Jesú – vakandi hugur

Þrettánda hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli eftir sr. Guðmund Guðmundsson, héraðsprest á Akureyri. Í endalokaræðu sinni hvetur Jesús lærisveina sína að vera með vakandi huga, Matteus 24.32-39. Málverk Jóns Hallgrímssonar af píslarsögunni bregður fyrir. Lagið í upphafi og lok er við sálm frá Suður-Ameríku sem höfundur hefur þýtt og les. Myndin hér fyrir neðan er frá Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur, kristniboða.