Helgistund á föstudaginn langa frá Glerárkirkju var í beinni

Helgistundin í dag er svolítið öðruvísi, það er mikill lestur og mikill söngur og svo framkvæmum við smá gjörning á altarinu.
🙏🌿🌾

Píslarsagan eins og hún kemur fyrir í Markúsarguðspjalli er lesin í heild sinni í þrem hlutum, eftir hvern lestur syngja Margrét, Petra og Valmar erindi úr sálmi Davíðs Stefánssonar, föstudagurinn langi.
Þá syngja þau fyrir okkur tvo sálma Hallgríms Péturssonar og eina Ave Maríu.

Lesarar dagsins eru Hildur Hauksdóttir, Aníta Jónsdóttir og Sigríður Árdal.
Séra Sindri Geir heldur utan um stundina.

Í lokin förum við í smá tilraunamennsku og framkvæmum smá gjörning á altarinu þar sem við færum þjáningu og erfiðar tilfinningar á krossinn.

Í dag er myrkur í kirkjunni, föstudagurinn langi er dagur sorgar og erfiðleika – en við horfum samt alltaf til upprisusólarinnar.