Helgistund frá Glerárkirkju á pálmasunnudag

Það er pálmasunnudagur og kirkjan er fólkið!🌴🌴🌿🌿
Fyrst fólkið getur ekki komið til kirkju þá bauð Glerárkirkja þeim sem vildu taka þátt í að leiða stundina að senda myndbönd af sér lesa texta og bænir. Svo þegar upp var staðið þá eru það ekki bara prestarnir Sindri og Stefanía sem leiða stundina, eða tónlistarfólkið Margrét og Valmar, heldur eru það 12 meðhjálparar sem lögðu sitt til.😁❤️

Kærar þakkir Þorsteinn Gunnarsson, Hildur Hauksdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Anna Guðrún Jóhannesdóttir, Aníta Jónsdóttir, Solveig Lára Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Kristjánsson, Birta Vilhjálmsdóttir, Kristín Elva Viðarsdóttir, Sindri Snær Thorsen, Elínrós Þóreyjardóttir og Jóhannes Gunnlaugsson.