Helgistund frá Akureyrarkirkja á pálmasunnudag

Helgistund frá Akureyrarkirkju á pálmasunnudag. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgelið. Sr. Jóhanna Gísladóttir, sóknarprestur í Laugalandsprestakalli, flytur hugvekju og bæn. Og kórfélagar syngja sálminn nr. 861 í Sálmabók kirkjunnar.

Sálmur 861

Kom, voldugi andi, og vertu hjá mér,
veittu mér frelsið og styrkinn frá þér,
fylltu mig kærleik sem Kristur mér gaf.
Ó, lauga mig lífsvatni þínu!

Viðlag: Kristur minn lifir og kominn er hér,
kominn af himni að dvelja hjá mér,
hans sigrandi elska um anda minn fer
sem alla vill hugga og frelsa.

Drottinn, mig þyrstir, ó, Drottinn, ég líð,
Drottinn, þín leita’ ég í stormum og hríð,
ávallt þú veitir mér ást, líf og von.
Ó, lauga mig lífsvatni þínu!

Drottinn, er villu og vegleysu’ ég fer,
vertu mér nærri og leiðbeindu mér,
til salanna björtu um sannleikans braut.
Ó, lauga mig lífsvatni þínu!

Hellen Kennedy – Arinbjörn Vilhjálmsson