Sjöunda hugvekja út frá ræðum Jesú – orð Guðs ber ávöxt

Sjöunda hugvekja út frá ræðu Jesú í Matteusarguðspjalli eftir sr. Guðmund Guðmundsson, héraðsprests á Akureyri. Orð Guðs ber ávöxt eins og Jesús kenndi í Mt. 13.1-9 í ræðunni sem hefur að geyma dæmisögur hans. Íris Rós syngur fyrsta og síðasta vers úr sálminum Orð Guðs eftir Guðmund við lag móður sinnar.