Helgistund á netinu frá Glerárkirkju og Akureyrarkirkju sunnudaginn 22. mars

Helgistund yfir netið frá Akureyrar- og Glerárkirkju. Kynning af facebook/glerarkirkja:

Í þessu óvenjulega ástandi þurfum við sem kirkja að finna nýjar leiðir til að koma saman. Þessa dagana erum við að prufa okkur áfram með streymi, bæði á facebook og instragram, svo verið endilega með þegar við fótum okkur áfram í þessu 😇

Þetta er tilraun til að vera með sameiginlega helgistund með smá fræðsluívafi. Við hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra til að vera með enda fellur fermingarfræðsla niður þessar vikurnar og því mun séra Sindri segja örfá orð um það afhverju við göngum til altaris í kirkjunni. 🙏

Séra Svavar Alfreð Jónsson og séra Sindri Geir Óskarsson leiða stundina.
Valmar Väljaots og Margrét Árnadóttir flytja sálmana ‘Dag í senn’ og ‘Megi gæfan þig geyma’