Samræður um framtíðarsýn kirkjunnar komnar á netið, fyrsti og annar fundur

Fram að kirkjuþing 2020 í mars verða umræðufundir með innleggjum um framtíðarsýn kirkjunnar. Það eru miklar breytingar framundan í átt til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar.

Það er svo sem ekki ný umræða. Á 19. öld voru mótaðar reglur í kristniboðsstarfi þar sem stefnt var að sjálfstæði kirknanna utan Evrópu, kallað þrjú-sjálf (Three selfs) reglan eða þrefalt sjálfstæði, stjórnunarlegt-, boðandi- og fjárhagslegt sjálfstæði. Kirkjan í Kína var nefnd eftir þessari stefnu Three-selfs church.

Þjóðkirkjan hefur fram að þessu verið stjórnunarlega háð íslenska ríkinu í mörgu tilliti. Með því að birta þessi myndbönd hér vonast ég til að vekja umræðu um málefnið í héraði meðal starfsmanna kirkjunnar og ábyrgðaraðila í safnaðarstarfinu og kirkjufólks sem lætur sig starf kirkjunnar varða í landinu. Verður hægt að setja hér að neðan viðbrögð og innlegg í umræðuna. Svo verður í Glerárkirkju sunnudaginn 15. mars kl. 14 boðið upp á erindi um sýn kirkjunnar á 21. öld.

Fyrstu samræðurnar voru 27. febrúar með erindi frú Agnesar Sigurðardóttur, biskups.

Aðrar samræðurnar voru 6. mars.

Málshefjandi annars fundar var Þráinn Þorvaldsson, fyrrv. formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju. Fundurinn var föstudaginn 6. mars á biskupsstofu.

Málshefjandi fær tíu mínútur til að ræða um hvernig hann eða hún sér kirkjuna fyrir sér eftir 15 – 20 ár þegar núverandi samningar við ríkið verða endurskoðaðir, (sjá: hér). Einnig munu málshefjendur velta fyrir sér framtíð kirkjunnar út frá boðskap kristinnar trúar inn í 21. öldina.

Á eftir verða svo almennar umræður. Umræðum stýrir sr. Halldór Reynisson.

Fundurinn er öllum opinn.

Næstu fundir verða svo:

Fimmtudaginn 12. mars:
Auður Pálsdóttir, lektor við menntavísindasvið H.Í.
Fimmtudaginn 19. mars:
Hjalti Hugason, prófessor við trúarbragða- og guðfræðideild H.Í.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s