Blessun Guðs – gjöf til að gefa – samvera með Téo van der Weele

Blessun Guðs – gjöf til að gefa

Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17 í Hvítasunnukirkjunni verður Hollendingurinn Téo van der Weele með samveru.

Hann er mörgum Íslendingum kunnur sem andlegur leiðbeinandi og sálgætir eftir margar komu hingað til lands á liðnum áratugum. Sem ungur kristniboði starfaði hann á meðal flóttafólks í Tælandi þar sem þúsundir þörfnuðust áfallahjálpar. Þá hóf hann að þróa aðferð sína sem miðar að því að almennir sjálfboðaliðar geti lært að miðla græðandi mætti Guðs inn í líf annarra. Téo leggur áherslu á að miðla blessun Guðs og friði og að byggja fólk upp og örva til að vera þeim, sem orðið hafa fyrir áföllum, til stuðnings.

Byrjað verður á samveru en eftir hana býður Téo uppá viðtöl fyrir þá sem vilja.

Léttar veitingar í boði.

Hvítasunnukirkjan og KFUM og KFUM á Akureyri

teo202002010