Seinni hluti bænavikunnar, samkoma og málþing

Hápunktur samkirkjulegu bænavikunnar á Akureyri er samkomu með þátttöku fulltrúa frá kirkjudeildunum í Glerárkirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 20. Að þessu sinni er ræðumaðurinn frá þjóðkirkjunni sr. Sindri Geir Óskarsson. Sönghópur úr Hjálpræðishernum og Hvítasunnukirkjunni mun leiða sönginn við undirleik Risto Laur. Umhugsunarefnið er yfirskrift vikunnar: „Þau sýndu okkur einstaka góðmennsku“ (Post. 28.2), út frá frásögninni um björgun Páls og skipverja á eyjunni Möltu. Eftir samkomuna verður boðið upp á kaffi og notalegt samfélag.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

samkirkjuleg_samkoma2020

Á laugardeginum 25. janúar kl. 13-15 verður málþing eða opinn umræðufundur. Yfirskriftin er: Málþing um ríki, kristin trúfélög og trúfrelsi. Þar mun sr. Jürgen Jamin prestur kaþólskra á Akureyri og sr. Svavar A. Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju vera með innlegg ásamt fleirum fulltrúum kirkjudeildanna. Jürgen mun skoða tengsl ríkis og kirkju og Svavar trúfrelsi. Aðrir ræða svo um hvernig það er að starfa sem kristið trúfélag í íslensku samfélagi.

Sjá nánari upplýsingar um vikuna