Sunnudagaskólinn í Akureyrarkirkju

Frá 12. janúar byrjaði sunnudagaskólinn aftur í Akureyrarkirkju. Haldið verður áfram með biblíusögur, leiki, söng og leikrit og vonast til að þátttakendur eigi góðar stundir saman á þessari vorönn. Eftir hverja stund er börnunum boðið að lita mynd, drekka djús og spjalla saman að ógleymdum límmiðum sem þau fá í stíl við sögu dagsins.  Fullorðnir fá sér gjarnan kaffi og eiga gott samfélag með öðrum foreldrum.  Afar notalegar stundir sem taka svona 30-40 mínútur.

Allir hjartanlega velkomnir, börn, foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur og frændur.

Sjá heimasíðu Akureyrarkirkju