Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar – dagskrá 18.-25. janúar

Venju samkvæmt er dagskrá alþjóðlegu bænavikunnar sem hefst á laugardaginn 18. janúar, fjölbreytileg og það eru mörg trúfélög sem koma að henni. Hún fer bæði fram í Reykjavík og á Akureyri.

Yfirskrift alþjóðlegu bænavikunnar er: Þau sýndu sýndu oss einstaka góðmennsku (sbr. Postulasagan 28:2).

Sérstök athygli er vakin á útvarpsmessu sem verður í Grensáskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 11.00.

Auk bænastunda í söfnuðunum og samkomuhalds er ástæða til að hvetja fólk til að nota átta daga bænirnar þar sem það stuðlar að einingu meðal kristinna manna að sameinast í bæn þó hver og einn biður fyrir sig hvern dag vikunnar. Efnið verður aðgengilegt á facebook síðu bænavikunnar og má nálgast hér.

Þá skal og vakin athygli á málþingi í Glerárkirkju 25. janúar kl. 13-15. En þar verður fjallað um málefni sem er mjög knýjandi: Ríki, kristin trúfélög og trúfrelsi. Innlega á ráðstefnunni verða þeir með Sr. Jürgen Jaman, prestur kaþólsku kirkjunnar á Akureyri, sem hefur rannsakað tengsl ríkis og kirkju sérstaklega, sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í á Akureyri í Þjóðkirkjunni, sem var nýverið á ráðstefnu á Bretlandi m. a. um trúrfrelsi, og svo fulltrúar frá trúfélögunum, sem fjalla um þessi tengsl út frá rauverulegum dæmum.

Dagskráin á Akureyri:

bænavika2020_dagskrá_auglýsing

Þjóðkirkjan er aðili að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, sem er samvinnuvettvangur kristinna kirkna og kirkjulegra hreyfinga á Íslandi. Aðild að undirbúningsnefnd vikunnar á Akureyri eru: Aðventistar, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan.

Sr. Guðmundur Guðmundsson hefur leitt samkirkjustarfið á Akureyri um nokkurra ára skeið og má beina fyrirspurnum til hans varðandi vikuna á Akureyri. Upplýsingar um vikuna í Reykjavík eru á kirkjan.is.

Það efni sem notast er við í starfi alþjóðlegu bænavikunnar kemur frá Alkirkjuráðinu og var unnið af Maltverjum. Þess skal getið að 10. febrúar minnast margir kristnir menn á Möltu skipbrots Páls postula og þakka fyrir komu kristinnar trúar til eyjarinnar – sjá 28. kafla Postulasögunnar.

Hér má sjá gott yfirlit yfir hina alþjóðlegu bænaviku.

Sjá hér um samkirkjuleg málefni.

Facebókarsíða alþjóðlegu bænavikunnar.

(Tekið að hluta af vef kirkjan.is)