Kvöldmessa í Glerárkirkja 8. des. kl. 20

Sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Sindri Geir Óskarsson þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir sögn undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Allir hjartanlega velkomnir. Sindri Geir verður boðinn velkominn til þjónustu í héraðinu með sérstaka þjónustu við Sjúkrahúsið á Akureyri og til afleysinga í prestaköllunum á svæðinu.

Tónlistin verður viðeigandi með rólegri kvöldstemmingu. Það verður gott að njóta kyrrðarinnar í kirkjunni og íhuga aðventuna sem stendur yfir. Umræðuefni hugvekju verður um það að gefa af sér og gleðina sem því fylgir að gleðja aðra.

Sindri Geir

Sr. Sindri Geir á góðri stund