Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika – Fræðslukvöld í Glerárkirkju 13. og 27. nóv. kl. 20

Helgi Garðarsson geðlæknirTvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika. Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20 verður dr. Helgi Garðarsson geðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri með erindi sem hann nefnir: Kenningar Jung um duldir varpa ljósi á áhrif áfallaCarl Jung var brautryðjandi í skilningi á því hvernig áföll valda sundrungu hugans með hugrofi. Afleiðingu þessarar innansundrungar kallaði hann duldir eða komplexa. Afleiðingarnar eru oft og tíðum langvinnar. Hann var um tíma að hugsa um að kalla sálfræði sína komplexsálfræði. Reynt verður að gefa yfirlit yfir þessa hugmyndafræði Carl Jung í fyrirlestrinum. Þá verður gefið tækifæri til umræðu um málefni kvöldsins.

gisli_kort_stor_160818Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð.  Í erindi sínu mun hann benda á mismunandi leiðir til að vinna með geðræna og andlega erfiðleika. Þá verður mögulegt að spyrja hann og ræða um málefnið að erindi loknu.

 

 

 

Fræðslu- og umræðukvöldin í Glerárkirkju fara fram í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem er gott að vera. Margoft hafa verið flutt þar áhugaverð erindi og skapast gefandi umræður eftir kaffihlé. Boðið er í kaffiveitingar en þeir sem eru aflögufærir geta lagt framlag sitt í kaffisjóð í körfuna. Markmið kirkjunnar er að með þessum kvöldum að skapa vettvang fyrir umræðu og skoðanaskipti varðandi brennandi málefni í samfélaginu.

Allir eru hjartanlega velkomnir.